Einfaldlega gott kaffi
Hver er auðveldasta leiðin til þess að hella upp á framúrskarandi kaffi? ENA 4 gæti verið svarið við þessari spurningu. Þetta nýja módel frá JURA sem hellir upp á einn kaffibolla í einu, er afrakstur þrotlausra prófana og ástríðu fyrir snjalltækni. Þú finnur einfaldlega bragðmuninn.
ENA 4 er afskaplega einföld í notkun. Aðeins er þörf á að ýta á takka og njóta. Með auðveldum hætti má forvelja milli þriggja styrkleika kaffis eða taka fram að malað kaffi verði notað við uppáhellingu. Professional Aroma kvörnin tryggir fullkomna mölun kaffibauna og uppáhellingarferlið laðar fram öll blæbrigði baunanna. Kjörorð JURA "nýmalað, engin hylki" eiga þar af leiðandi einstaklega vel við. Púlsuppáhelling (P.E.P.®) fullkomnar uppáhellingartíma stuttra kaffidrykkja og opnar nýjar víddir þegar kemur að bragði og ilmi. Auk alls ofantalins er hámarks sveigjanleiki í boði þegar kaffimagn er stillt eftir bollastærð.
Dásamlegt kaffi - nýmalað, engin hylki
Auðvelt er að forvelja bollastærð og bestu mögulegu kaffigæði fást með P.E.P.® púlsuppáhellingu.
Hraðvirk
Tvöfalt hraðvirkari mölun með AromaG3 kvörn, auk varðveislu ilms og bragðs kaffibauna.
Einföld
Forvalsmöguleikar gera kaffivélina afar einfalda í notkun, ein snerting er allt sem þarf.
Nett og falleg
Aðeins 27,1 cm á breidd, 32,3 cm á hæð og 44,5 cm á dýpt – ENA 4 mun passa þægilega hvar sem er. Kaffivélin er auk þess afskaplega fallega hönnuð. Kolbikasvarti liturinn er ímynd hreinleika og einfaldrar fágunar, á meðan ávalur vatnstankur með glæsilegu demantsmynstri setur punktinn yfir i-ið.
Hönnun og útlit
Úrval drykkja
Tækni
Þægindi notanda
Net & snjallsímatengingar
Breytanlegar stillingar notanda
Hentugt viðhald
Sjálfbærni og umhverfið
Kaffistútar
Tæknilegar upplýsingar
Fylgihlutir
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun