Nýjar umbúðir
Sama uppskrift og áður, nú í hentugum umbúðum! Okkar bestu umbúðir – fyrir þig.
- Hvað er sérstakt við NAN PRO 2?
- Með rannsóknum á brjóstamjólk hafa sérfræðingar okkar öðlast þekkingu og innblástur til að þróa einstaka nýja samsetningu.
- Við notum okkar eigin einstöku próteintækni svo að barnið þitt fái próteingæði miðað við aldur.
- NAN PRO 2 er hágæðavara sem inniheldur efnafræðilega framleitt óligósakkaríð 2’-FL (2’- fúkósýllaktósi) sem hefur nákvæmlega sömu uppbyggingu og venjulegt óligósakkaríð í brjóstamjólk.
- Inniheldur DHA* sem stuðlar að eðlilegum þroska sjónar til 12 mánaða aldurs.
- *Bestu áhrifin fást með daglegum 100 mg skammti af DHA.
- Inniheldur ekki pálmaolíu.
Stoðblanda gerð úr mjólk, fyrir 6 mánaða og eldri
NAN PRO 2 er ekki ætlað að koma í stað brjóstamjólkur fyrir ungbörn undir sex mánaða aldri. Ráðlagt er að gefa barninu fasta fæðu frá sex mánaða aldri. Hafðu samband við starfsfólk ungbarnaeftirlits á heilsugæslunni til að fá ráð og leiðbeiningar.
Omega 3 og 6
Varan inniheldur langar keðjur af lífsnauðsynlegum fjölómettuðum fitusýrum, omega-3 (ALA) og omega-6 (LA) fyrir eðlilegan vöxt og þroska ungbarnsins** og til að tryggja að barnið skorti ekki þessi nauðsynlegu næringarefni. Varan er bætt með fitusýrunni DHA (omega-3). Þó að líkaminn geti framleitt DHA fitusýru sjálfur, hefur ungbarnið ríka þörf fyrir þetta næringarefni og getur nýtt viðbót af því sér til góðs.
**Best áhrif nást með daglegum 2 g skammti af α‐línolínsýru (ALA) ásamt daglegum 10 g skammti af línólsýru (LA).
D-vítamín og járn
Varan inniheldur járn sem stuðlar að eðlilegum vitsmunaþroska barnsins. Einnig D-vítamín sem er nauðsynlegt fyrir eðlilegan beinvöxt og starfsemi ónæmiskerfis barnsins. Athugaðu að innihaldsefni vörunnar geta hugsanlega breyst, lestu því alltaf innihaldslýsinguna á umbúðunum áður en þú gefur barninu matinn.
Þessi vara er halal.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun