Oban 11ára maltviskí og sérútgáfa ársins 2023 í 63% tunnustyrk. Snilldarbragð Oban hefur verið að blanda saman viskístílum Hálanda og Eyjanna. Maltviskí sem dregur upplifunina suður á bóginn í karabíska hafið þar sem sólin skín og ávextir dansa á trjánum í takt við trumbusláttinn. Viskíið hefur legið í karabískum kopareimis rommtunnum sem gefur því óvæntan trópískan keim. Angan og bragð af suðrænum sítrus, trópísku mangó, kanil, þurru kryddi og léttsaltaðri karamellu sem dansar um tunguna og endar á krydduðum keim.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun